Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 14:46 Frá Skagafirði. Slysið varð á F-vegi í Skagafirði þann 6. ágúst 2019 og lak þar olía úr bílnum á veginn eftir að ekið hafði verið á kind. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði. Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað. Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað.
Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira