Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór með liði ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019. Hann sneri aftur til ÍR um haustið, eftir stutt stopp í Frakklandi, en sleit krossband í hné í fyrsta leik og spilaði ekki meira fyrir liðið. VÍSIR/VILHELM Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“ Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira