Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra. Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna. Það segir sig sjálft að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu við úrlausn jafn fjölbreyttra og flókinna verkefna gæti einfaldað margt og skapað gríðarleg tækifæri til eflingar og sérhæfingar starfsstöðva sýslumannsembættanna. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9. Markmið breytinganna var að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu staðið betur að vígi við að sinna hlutverki sínu og tekið að sér aukin verkefni. Því miður hefur markviss vinna við tilfærslu verkefna til embættanna setið á hakanum síðustu ár þó vissulega hafi fáein verkefni verið flutt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu. Auk þess kom fram að ekki var nægjanlega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum var rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættum hefur verið hæg en ljóst að rafræn stjórnsýsla getur leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Þá er lýst þörf fyrir meiri samvinnu og samræmingu. Í því ljósi eiga stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Með sérhæfingu og dreifingu verkefna væri hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi á öllum starfstöðum, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi t.d. vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Það verður þess vegna að vera forgangsverkefni stjórnvalda nú að efla embættin í samræmi við fyrri áætlanir eins hratt og mögulegt er. Byrjum á nýsköpun og þróun en ekki breytingu á lagarammanum. Það verður í fyrsta lagi eftir 4-6 ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðar skipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði og þá mögulega þörf fyrir lagabreytingar. Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra. Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna. Það segir sig sjálft að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu við úrlausn jafn fjölbreyttra og flókinna verkefna gæti einfaldað margt og skapað gríðarleg tækifæri til eflingar og sérhæfingar starfsstöðva sýslumannsembættanna. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9. Markmið breytinganna var að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu staðið betur að vígi við að sinna hlutverki sínu og tekið að sér aukin verkefni. Því miður hefur markviss vinna við tilfærslu verkefna til embættanna setið á hakanum síðustu ár þó vissulega hafi fáein verkefni verið flutt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu. Auk þess kom fram að ekki var nægjanlega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum var rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættum hefur verið hæg en ljóst að rafræn stjórnsýsla getur leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Þá er lýst þörf fyrir meiri samvinnu og samræmingu. Í því ljósi eiga stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Með sérhæfingu og dreifingu verkefna væri hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi á öllum starfstöðum, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi t.d. vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Það verður þess vegna að vera forgangsverkefni stjórnvalda nú að efla embættin í samræmi við fyrri áætlanir eins hratt og mögulegt er. Byrjum á nýsköpun og þróun en ekki breytingu á lagarammanum. Það verður í fyrsta lagi eftir 4-6 ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðar skipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði og þá mögulega þörf fyrir lagabreytingar. Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun