Kristján og félagar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og byggðu upp gott forskot. Þegar flautað var til hálfleiks voru þeir sex mörkum yfir, staðan 14-8.
Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálflei og heimamenn í Cesson saxaði aðeins á forskot gestanna. Sigur Kristjáns og félaga var þó aldrei í hættu og liðið vann að lokum góðan fjögurra marka sigur, 25-21, og er á leiðinni í átta liða úrslit bikarsins.
Kristján skoraði sem áður segir þrjú mörk fyrir Aix, en það gerði hann í átta skotum.