Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 22:51 Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili. Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili.
Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira