Fram kemur í dagbók lögreglu að átta ökumenn hafi verið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Einn þeirra var jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og annar var vistaður í fangageymslum lögrelgu í nótt þar sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Einn ökumaður var þá stöðvaður og reyndist hann bílprófslaus.
Tilkynnt var um umferðaróhapp á sjötta tímanum í gærkvöldi en bifreið hafði verið ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Þær voru fluttar burt með dráttarbifreið og engin slys urðu á fólki.