Sveitarfélögin eiga að vera jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 28. mars 2022 07:30 Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun