Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 10:31 Wayne Rooney og Marcus Rashford léku saman í Manchester United og enska landsliðinu. Getty/Simon Stacpoole Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“ Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira