Nokkrar fullyrðingar um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar 29. mars 2022 07:01 Síðustu vikur hefur umræða um fæðuöryggi fengi aukið rými í hvers konar samfélagsrýni. Hugtakið er alþjóðlegt og með því er átt við að allir hafi á hverjum tíma raunverulega, félagslegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat sem uppfyllir óskir þeirra um fæðuval og fæðuþarfir þeirra til að geta lifað virku og heilbrigðu lífi. Fæðuöryggi felur því ekki aðeins í sér að hafa aðgang að mat heldur líka að þeim mat sem neytandinn er vanur og að hafa efni á að kaupa hann. Þá styður framleiðsla matar í nærumhverfi neytenda almennt við önnur markmið stjórnvalda, s.s. í tengslum við loftlagsmarkmið stjórnvalda. Fæðuöryggi er því fremur flókið hugtak og margir þættir eru samverkandi. Hér verður vikið að nokkrum þáttum sem uppi eru í umræðum um málið og greinarhöfundur telur þurfa að varpa nánara ljósi á. Flutningakeðjur hafa raskast og kostnaður fer hækkandi Flutningar matvæla og aðfanga til matvælaframleiðslu eru mikilvægur hlekkur í fæðuöryggi. Fullyrðingar um að þeir séu óraskaðir eru í það minnsta afsláttur frá sannleikanum. Samkvæmt ítölsku vefsíðunni clal.it hefur flutningskostnaður á gám í heiminum hækkað um 119% frá því sem var fyrir einu ári og nemur nú $9.601 á 40 feta gám. Augljóst er að þetta hefur áhrif á flutningskostnað og þar af leiðandi verð á aðföngum til matvælaiðnaðar sem og matvælum. Auk þess liggur fyrir að hökt er komið í flutningskeðjur nú síðast m.a. vegna þess að mikið af gámum eru fastir í Rússlandi vegna viðskiptabannsins. Augljós eru einnig áhrif eldsneytisverðs á flutningskostnað. Hærra matvælaverð hefur sannarlega áhrif á fæðuöryggi fólks. Hækkun aðfangaverðs til landbúnaðar er staðreynd Sem betur fer er langt í land með að það verði beinlínis vöruskortur á Íslandi. Meðan COVID-19 geisaði sem ákafast kynntumst við því þó í fyrsta skipti um langt árabil að ekki væri hægt að ganga að því vísu að hægt væri að nálgast allt sem hugurinn girntist í verslunum. En það er ekki bara á Íslandi sem áhrifanna gætir. Bændur um víða veröld (þar með talið í Úkraínu, Rússlandi, Vestur Evrópu, Afríku eða hvar annars staðar sem er) horfast í augu við stórhækkaðan framleiðslukostnað. Sjái þessir bændur ekki fram á að tekjur þeirra hrökkvi fyrir útgjöldum mun framleiðsla dragast saman á heimsvísu. Það er því raunverulegt viðfangsefni þjóða heims og alþjóðastofnana að tryggja að viljinn til að framleiða (framboðslínur) verði tryggðar á næstu mánuðum. Áhrifin verða fyrst þar sem framleiðslukeðjur eru stuttar, breytilegur kostnaður hátt hlutfall framleiðslukostnaðar og svo þar sem auðvelt er að hefja framleiðslu á ný. Þetta á fyrst og fremst við hvers kyns ræktun en þau áhrif smitast fljótt yfir í búfjárrækt þar sem framleiðsla afurða frá alifuglum er með hvað stystan framleiðsluferil. Hefur fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta áhrif á fæðuöryggi? Framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda hefur verið tíðrætt um hve slæmt var að hverfa frá breyttu fyrirkomulagi útboðs á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá ESB sem giltu á árinu 2020, í ársbyrjun 2021. Staðreynd þess máls er sú að mun fleiri þættir en þessi eini hafa áhrif á það verð sem innflytjendur vilja greiða fyrir tollkvóta. Þar má nefna innkaupsverð, verð á sambærilegum vörum innanlands, gengi krónunnar að flutningskostnaði ótöldum og svo framvegis. Víðtækar ályktanir af breytingum á útboðsverði yfir ein áramót standast enga skoðun og eiga meira skylt við hentistefnu en fræðilega umfjöllun. Bakarar og bændur Verðhækkanir á heimsmarkaði teygja sig um allt þjóðfélagið í öllum heimshlutum. Sem dæmi má taka aðstæður í Egyptalandi. Í Bændablaðinu þann 24. mars sl. er sagt frá því að verð á dæmigerðum brauðhleif þar í landi, hafi þar hækkað úr 20 ísl.kr. (fyrir innrás Rússa í Úkraínu) í tæplega 85 ísl.kr. nú. Brauð er niðurgreitt af ríkinu í Egyptalandi. Engum dettur þó í hug að það feli í sér stuðning við egypska bakara. Hér er fæðuöryggi í fyrirrúmi, það að tryggja íbúum aðgang að nauðsynlegri fæðu á verði sem þeir ráða við. Stuðningur til bænda í því árferði sem nú er, hefur því ekkert með jafnræði að gera gagnvart öðrum í virðiskeðjunni eins og bakaríum eða niðursuðuverksmiðjum. Þvert á móti er honum ætlað að tryggja vilja þeirra til að taka þá áhættu að leggja fjármuni í framleiðslu sem gefur þeim ekki tekjur fyrir en eftir marga mánuði. Það er nefnilega áhætta fólgin í slíkri fjárbindingu. Hækkandi matvælaverð er staðreynd Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fylgist náið með þróun matvælaframboðs og matvælaverðs í heiminum. Eitt stærsta áhyggjuefnið þar er hvernig brauðfæða má þær milljónir í heiminum sem reiða sig á matvælaaðstoð. Hvaðan á aukið fjármagn til að standa undir auknum kostnaði hjálparstofnana, að koma? Í morgunþætti á Rásar 1 þann 28. mars sl. var helst að heyra á framkvæmdastjóra Samtaka atvinnurekenda að núverandi staða væri okkur lítið áhyggjuefni, við fengjum allar þær vörur sem við þurfum en jú hann játaði að það gæti verið að þær kostuðu meira. Sannleikurinn er hins vegar því miður sá að hækkað matarverð hefur áhrif á fæðuöryggi allra í heiminum. Við í ríkasta hluta heimsins þurfum að líkindum ekki að horfast í augu við skort en sama verður ekki sagt um stóra hópa kvenna sem víðast bera ábyrgð á að koma mat á borð fjölskyldna sinna sem og fjölskyldna þeirra víðs vegar í heiminum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um fæðuöryggi fengi aukið rými í hvers konar samfélagsrýni. Hugtakið er alþjóðlegt og með því er átt við að allir hafi á hverjum tíma raunverulega, félagslegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat sem uppfyllir óskir þeirra um fæðuval og fæðuþarfir þeirra til að geta lifað virku og heilbrigðu lífi. Fæðuöryggi felur því ekki aðeins í sér að hafa aðgang að mat heldur líka að þeim mat sem neytandinn er vanur og að hafa efni á að kaupa hann. Þá styður framleiðsla matar í nærumhverfi neytenda almennt við önnur markmið stjórnvalda, s.s. í tengslum við loftlagsmarkmið stjórnvalda. Fæðuöryggi er því fremur flókið hugtak og margir þættir eru samverkandi. Hér verður vikið að nokkrum þáttum sem uppi eru í umræðum um málið og greinarhöfundur telur þurfa að varpa nánara ljósi á. Flutningakeðjur hafa raskast og kostnaður fer hækkandi Flutningar matvæla og aðfanga til matvælaframleiðslu eru mikilvægur hlekkur í fæðuöryggi. Fullyrðingar um að þeir séu óraskaðir eru í það minnsta afsláttur frá sannleikanum. Samkvæmt ítölsku vefsíðunni clal.it hefur flutningskostnaður á gám í heiminum hækkað um 119% frá því sem var fyrir einu ári og nemur nú $9.601 á 40 feta gám. Augljóst er að þetta hefur áhrif á flutningskostnað og þar af leiðandi verð á aðföngum til matvælaiðnaðar sem og matvælum. Auk þess liggur fyrir að hökt er komið í flutningskeðjur nú síðast m.a. vegna þess að mikið af gámum eru fastir í Rússlandi vegna viðskiptabannsins. Augljós eru einnig áhrif eldsneytisverðs á flutningskostnað. Hærra matvælaverð hefur sannarlega áhrif á fæðuöryggi fólks. Hækkun aðfangaverðs til landbúnaðar er staðreynd Sem betur fer er langt í land með að það verði beinlínis vöruskortur á Íslandi. Meðan COVID-19 geisaði sem ákafast kynntumst við því þó í fyrsta skipti um langt árabil að ekki væri hægt að ganga að því vísu að hægt væri að nálgast allt sem hugurinn girntist í verslunum. En það er ekki bara á Íslandi sem áhrifanna gætir. Bændur um víða veröld (þar með talið í Úkraínu, Rússlandi, Vestur Evrópu, Afríku eða hvar annars staðar sem er) horfast í augu við stórhækkaðan framleiðslukostnað. Sjái þessir bændur ekki fram á að tekjur þeirra hrökkvi fyrir útgjöldum mun framleiðsla dragast saman á heimsvísu. Það er því raunverulegt viðfangsefni þjóða heims og alþjóðastofnana að tryggja að viljinn til að framleiða (framboðslínur) verði tryggðar á næstu mánuðum. Áhrifin verða fyrst þar sem framleiðslukeðjur eru stuttar, breytilegur kostnaður hátt hlutfall framleiðslukostnaðar og svo þar sem auðvelt er að hefja framleiðslu á ný. Þetta á fyrst og fremst við hvers kyns ræktun en þau áhrif smitast fljótt yfir í búfjárrækt þar sem framleiðsla afurða frá alifuglum er með hvað stystan framleiðsluferil. Hefur fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta áhrif á fæðuöryggi? Framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda hefur verið tíðrætt um hve slæmt var að hverfa frá breyttu fyrirkomulagi útboðs á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá ESB sem giltu á árinu 2020, í ársbyrjun 2021. Staðreynd þess máls er sú að mun fleiri þættir en þessi eini hafa áhrif á það verð sem innflytjendur vilja greiða fyrir tollkvóta. Þar má nefna innkaupsverð, verð á sambærilegum vörum innanlands, gengi krónunnar að flutningskostnaði ótöldum og svo framvegis. Víðtækar ályktanir af breytingum á útboðsverði yfir ein áramót standast enga skoðun og eiga meira skylt við hentistefnu en fræðilega umfjöllun. Bakarar og bændur Verðhækkanir á heimsmarkaði teygja sig um allt þjóðfélagið í öllum heimshlutum. Sem dæmi má taka aðstæður í Egyptalandi. Í Bændablaðinu þann 24. mars sl. er sagt frá því að verð á dæmigerðum brauðhleif þar í landi, hafi þar hækkað úr 20 ísl.kr. (fyrir innrás Rússa í Úkraínu) í tæplega 85 ísl.kr. nú. Brauð er niðurgreitt af ríkinu í Egyptalandi. Engum dettur þó í hug að það feli í sér stuðning við egypska bakara. Hér er fæðuöryggi í fyrirrúmi, það að tryggja íbúum aðgang að nauðsynlegri fæðu á verði sem þeir ráða við. Stuðningur til bænda í því árferði sem nú er, hefur því ekkert með jafnræði að gera gagnvart öðrum í virðiskeðjunni eins og bakaríum eða niðursuðuverksmiðjum. Þvert á móti er honum ætlað að tryggja vilja þeirra til að taka þá áhættu að leggja fjármuni í framleiðslu sem gefur þeim ekki tekjur fyrir en eftir marga mánuði. Það er nefnilega áhætta fólgin í slíkri fjárbindingu. Hækkandi matvælaverð er staðreynd Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fylgist náið með þróun matvælaframboðs og matvælaverðs í heiminum. Eitt stærsta áhyggjuefnið þar er hvernig brauðfæða má þær milljónir í heiminum sem reiða sig á matvælaaðstoð. Hvaðan á aukið fjármagn til að standa undir auknum kostnaði hjálparstofnana, að koma? Í morgunþætti á Rásar 1 þann 28. mars sl. var helst að heyra á framkvæmdastjóra Samtaka atvinnurekenda að núverandi staða væri okkur lítið áhyggjuefni, við fengjum allar þær vörur sem við þurfum en jú hann játaði að það gæti verið að þær kostuðu meira. Sannleikurinn er hins vegar því miður sá að hækkað matarverð hefur áhrif á fæðuöryggi allra í heiminum. Við í ríkasta hluta heimsins þurfum að líkindum ekki að horfast í augu við skort en sama verður ekki sagt um stóra hópa kvenna sem víðast bera ábyrgð á að koma mat á borð fjölskyldna sinna sem og fjölskyldna þeirra víðs vegar í heiminum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun