Jón Daði Böðvarsson: Af og til kannski of mikil virðing Sverrir Mar Smárason skrifar 29. mars 2022 22:03 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því pólska. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson leiddi framlínu íslenska A-landsliðs karla í knattspyrnu í vondu 5-0 tapi gegn Spáni í Corona á Spáni í kvöld. Jón Daði sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og sagði leikinn hafa verið virkilega erfiðan. „Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41