Ólafur Ragnar á hrós skilið Ástþór Magnússon skrifar 30. mars 2022 09:00 Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Ólafur Ragnar Grímsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. Það er áhyggjuefni hvernig sumir Íslenskir ráðamenn, rithöfundar og ýmsir “spekingar” hafa talað af vanþekkingu og fullkomnu ábyrgðarleysi um þá stöðu sem upp er komin. Í janúar s.l. sendi Alþjóðastofnunin Friður 2000 bréf til Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu með tillögum að friðarsamningum. Hjálagt fylgir afrit af bréfinu. Í friðarviðræðum síðustu daga hefur forsetinn tekið undir sumt af þessu og hugsanlega hefur opnast á vopnahlé. En mikið starf er framundan til að ná fram varanlegum friðarsamningum milli aðila. Því miður hefur aðstoð NATO þjóðanna þ.á.m. Íslands einkennst af vopnaflutningum til Úkraínu frekar en að hefja og leiða friðarviðræður. Að semja við Pútin er eina leiðin áfram eins og kemur fram í nýrri grein eftir friðarverðlaunahafa Nóbels, Oscar Arias Sanchez fyrrum forseta Costa Rica, sem kom á friði í Mið-Ameríku eftir stríð sem talið var óleysanlegt á þeim tíma. Oscar segir: „Íhugaðu valkostina. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist við innrásinni með refsiaðgerðum og vopnum, en engum dettur í hug að þær einar og sér geti bundið enda á þjáningar Úkraínu. Vopn og skotfæri gætu hjálpað hugrökkum varnarmönnum Úkraínu að horfast í augu við rússneska skriðdreka og flugvélar, en þau gætu líka lengt stríðið og aukið mannfall og limlestingar. Þótt sumir kunni að fagna lengri átökum sem stefnu til að þrengja að rússneskum herafla þrýsting á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, myndi það líka hafa í för með sér gífurlegar mannfórnir – jafnvel þótt það virkaði eins og áætlað var. Margt fleira fólk myndi deyja á báða bóga og meiri ólga innan Rússlands myndi kveikja enn harðari aðgerðir og grafa enn frekar undan grundvallarfrelsi og borgaralegum réttindum. Því lengur sem átökin standa yfir og því breiðari sem skilin eru á milli Rússlands og lýðræðisríkja heimsins, því erfiðara verður að stunda alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar, bata heimsfaraldurs, fjármálastöðugleika, réttarríkið og – kannski mikilvægast – kjarnorkuöryggi. Því lengur sem þetta stríð geisar, því meiri hætta verður á kjarnorkuhelför. Sá draugur varpar nú þegar skugga á öll önnur landfræðileg, svæðisbundin og þjóðleg sjónarmið.” Oscar Arias telur að engin önnur leið sé úr núverandi stöðu en friðarsamningar þar sem tekið er á sjónarmiðum beggja aðila, Rússlands og Úkraínu. Tugur friðarverðlaunahafa Nobels hefur tekið undir þetta ákall til friðarsamninga. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan grafið er enn frekar undan friði Evrópu. Nauðsynlegt er að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á að varanleg lausn finnist milli deiluaðila. Því lengur sem núverandi ástand varir skapast aukin hætta á notkun kjarnorkuvopna með skelfilegum afleiðingum fyrir framtíð mannkyns. Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur undanfarna daga átt í samskiptum við Oscar Arias og aðra aðila um að koma saman aðilum sem geta lagt hönd á vogarskálarnar til friðar í Úkraínu. Þá höfum við sent Ólafi Ragnari Grímssyni beiðni um að taka þátt í verkefninu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000, www.peace2000.org Tilvitnanir: https://www.project-syndicate.org/commentary/negotiations-putin-ukraine-us-eu-only-way-forward-by-oscar-arias-2022-03 http://www.nobelpeacesummit.com/a-plea-from-president-oscar-arias-nobel-peace-laureate/
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun