Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á undanförnum árum hafi ferðamátar breyst töluvert. Þannigfjölgi þeim sem hjóla til og frá vinnu, auk þess sem aukinn áhugi og umræða sé um bættar almenningssamgöngur.
„Almenningssamgöngur á landsbyggðinni eru á borði Vegagerðarinnar hvort heldur sem er með strætó, flugi eða ferjum, en þessir ferðamátar hafa ef til vill ekki fengið jafn mikla umræðu og margt annað. Á morgunverðarfundinum verður sjónum fólks beint að þessum málaflokki.“
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan og hefst hann klukkan níu.
Dagskrá:
- Af hverju sinnir Vegagerðin almenningssamgöngum? – Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar.
- Framtíð almenningssamgangna á landsbyggðinni. – Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgöngudeildarVegagerðarinnar.
- Herjólfur, þjóðvegur á hafi – Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.