Má hugmyndafræði borgarstjórnar kosta hvað sem er? Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. mars 2022 08:00 Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar