Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2022 12:12 Úkraínskir hermenn hafa náð að verja höfuðborgina með hjálp loftvarnabúnaðar undanfarinn mánuð. AP/Mykhaylo Palinchak Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir skilaboð hafa borist frá Rússum í gegnum alþjóða Rauða krossinn um að þeir væru reiðubúnir til að opna leiðir fyrir hópvagna til að flytja óbreytta borgara frá hafnarborginni Mariupol. Þar bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns fyrir innrás Rússa en í dag er talið að þar séu enn um 160 þúsund manns. Hópferðarbílarnir verða að fara í gegnum varðstöðvar borgarinnar sem Rússar hafa setið um og skotið látlaust á í tæpan mánuð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir rangt að rússneskar hersveitir hafi dregið sig til baka frá útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs og Chernihiv vegna þess að Rússar hefðu náð fram markmiðum sínum. Þvert á móti hafi þær verið hraktar til baka af úkraínska hernum. Yfirlýsingar Rússa væru því innatóm orð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði ástralska þingið í morgun. Hann segir ekki mark takandi á málskrúði Rússa um að þeir hafi dregið hersveitir sínar til baka frá Kænugarði og fleiri borgum í norðurhluta landsins.AP/Lukas Coch „Því á sama tíma sjáum við að Rússar eru að undirbúa hertar árásir í Donbas og við erum að undirbúa okkur undir þær. Við trúum engu málskrúði. Sú alvarlega staða sem er á vígvellinum er það sem skiptir öllu máli. Við gefumst ekki upp fyrir neinum og munum verja hvern metra af landi okkar og hvern eeinasta íbúa landsins,“ sagði Zelenskyy. Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir heimildir fyrir því að ráðgjafar Vladimirs Putins séu of hræddir til að segja honum sannleikann.AP/Patrick Semansky Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir upplýsingar benda til að spenna hafi myndast milli Rússlandsforseta og yfirmanna hersins vegna þess að þeir hafi ekki gefið honum réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við teljum að Putin hafi ekki verið upplýstur um lélega framistöðu rússneska hersins og lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahag Rússlands vegna þess að háttsettir ráðgjafar hans séu of hræddir til að segja honum sannleikann,“ segir Bedingfield. Þótt Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda innrás Rússa í Kænugarð hafa stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir þeirra á borgina valdið þar miklu tjóni.AP/Mykhaylo Palinchak Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í heimsókn til Kína í gær að það væru jákvæð teikn að Úkraínumenn hefðu fallist á að vera án kjarnorkuvopna og utan hernaðarbandalaga en það dygði ekki eitt og sér til. Boris Johnson forsætisráðherra segir Úkraínumenn eina eiga að taka ákvarðanir um framtíð sína.AP/Jessica Taylor Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði fyrir þingnefnd í gær að Úkraínumenn sjálfir að ákveða framtíð sína og vopnahlé dygði ekki til að sjö helstu iðríki heims aflétti refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. „Að mínu mati eigum við að halda áfram að herða refsiaðgerðirnar þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn frá Úkraínu,“ sagði Boris Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07 Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir skilaboð hafa borist frá Rússum í gegnum alþjóða Rauða krossinn um að þeir væru reiðubúnir til að opna leiðir fyrir hópvagna til að flytja óbreytta borgara frá hafnarborginni Mariupol. Þar bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns fyrir innrás Rússa en í dag er talið að þar séu enn um 160 þúsund manns. Hópferðarbílarnir verða að fara í gegnum varðstöðvar borgarinnar sem Rússar hafa setið um og skotið látlaust á í tæpan mánuð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir rangt að rússneskar hersveitir hafi dregið sig til baka frá útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs og Chernihiv vegna þess að Rússar hefðu náð fram markmiðum sínum. Þvert á móti hafi þær verið hraktar til baka af úkraínska hernum. Yfirlýsingar Rússa væru því innatóm orð. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði ástralska þingið í morgun. Hann segir ekki mark takandi á málskrúði Rússa um að þeir hafi dregið hersveitir sínar til baka frá Kænugarði og fleiri borgum í norðurhluta landsins.AP/Lukas Coch „Því á sama tíma sjáum við að Rússar eru að undirbúa hertar árásir í Donbas og við erum að undirbúa okkur undir þær. Við trúum engu málskrúði. Sú alvarlega staða sem er á vígvellinum er það sem skiptir öllu máli. Við gefumst ekki upp fyrir neinum og munum verja hvern metra af landi okkar og hvern eeinasta íbúa landsins,“ sagði Zelenskyy. Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir heimildir fyrir því að ráðgjafar Vladimirs Putins séu of hræddir til að segja honum sannleikann.AP/Patrick Semansky Kate Bedingfield samskiptastjóri Hvíta hússins segir upplýsingar benda til að spenna hafi myndast milli Rússlandsforseta og yfirmanna hersins vegna þess að þeir hafi ekki gefið honum réttar upplýsingar um stöðu mála. „Við teljum að Putin hafi ekki verið upplýstur um lélega framistöðu rússneska hersins og lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahag Rússlands vegna þess að háttsettir ráðgjafar hans séu of hræddir til að segja honum sannleikann,“ segir Bedingfield. Þótt Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda innrás Rússa í Kænugarð hafa stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir þeirra á borgina valdið þar miklu tjóni.AP/Mykhaylo Palinchak Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í heimsókn til Kína í gær að það væru jákvæð teikn að Úkraínumenn hefðu fallist á að vera án kjarnorkuvopna og utan hernaðarbandalaga en það dygði ekki eitt og sér til. Boris Johnson forsætisráðherra segir Úkraínumenn eina eiga að taka ákvarðanir um framtíð sína.AP/Jessica Taylor Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði fyrir þingnefnd í gær að Úkraínumenn sjálfir að ákveða framtíð sína og vopnahlé dygði ekki til að sjö helstu iðríki heims aflétti refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi. „Að mínu mati eigum við að halda áfram að herða refsiaðgerðirnar þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn frá Úkraínu,“ sagði Boris Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07 Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. 31. mars 2022 07:07
Vaktin: „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði“ Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. 31. mars 2022 11:50
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46