Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 3. apríl 2022 07:34 Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Varamaður hans sakar úkraínska öfgamenn um ögranir. Lev Radin/Getty Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira