Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 15:33 Bogi Ágústsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna. Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja. Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja.
Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57