Notaleg upplifun í góðri flugstöð Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir skrifar 7. apríl 2022 11:01 Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veitingastaðir Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun