Húsleit og handtaka á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 15:31 Snævi þakinn Ísafjörður þar sem lögreglumenn á vegum héraðssaksóknara réðust í húsleit í dag. Vísir/Egill Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum Vísis eru um tíu starfsmenn á vegum héraðssaksóknara, bæði lögreglumenn og sérfræðingar, að störfum í bænum. Aðgerðir eru yfirstandandi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið á viðkvæmu stigi. Hann staðfestir að embættið sé í aðgerðum fyrir vestan en að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði, handtekinn í dag. Honum var á dögunum sagt upp störfum ásamt forstjóranum Jóni Ingvari Pálssyni. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember. Kæra í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar Aldís Hilmarsdóttir, sem tók við stjórnarformennsku hjá Innheimtustofnun í desember en var áður yfirmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu í morgun að þeim Braga og Jóni Ingvari hefði verið sagt upp störfum. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ sagði Aldís. Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum stofnunarinnar í september. Það var gert að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni var ætlað að greina annars vegar núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar yrði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Forstöðumaður á Ísafirði fékk sjálfur verkefni Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim var sem fyrr segir sagt upp fyrir helgi. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Samkaupa, var ráðinn forstjóri í stað Jóns Ingvars. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Lögreglumál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum Vísis eru um tíu starfsmenn á vegum héraðssaksóknara, bæði lögreglumenn og sérfræðingar, að störfum í bænum. Aðgerðir eru yfirstandandi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir málið á viðkvæmu stigi. Hann staðfestir að embættið sé í aðgerðum fyrir vestan en að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði, handtekinn í dag. Honum var á dögunum sagt upp störfum ásamt forstjóranum Jóni Ingvari Pálssyni. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember. Kæra í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar Aldís Hilmarsdóttir, sem tók við stjórnarformennsku hjá Innheimtustofnun í desember en var áður yfirmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu í morgun að þeim Braga og Jóni Ingvari hefði verið sagt upp störfum. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ sagði Aldís. Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum stofnunarinnar í september. Það var gert að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni var ætlað að greina annars vegar núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar yrði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Forstöðumaður á Ísafirði fékk sjálfur verkefni Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim var sem fyrr segir sagt upp fyrir helgi. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Samkaupa, var ráðinn forstjóri í stað Jóns Ingvars. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Lögreglumál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54