„Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 20:19 Aron Kristjánsson var ánægður með sigur í Hafnarfjarðarslagnum. Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. „Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“ Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
„Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“
Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15