Lausnir fyrir bráðamóttökuna Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:30 Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun