Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Snorri Másson skrifar 12. apríl 2022 22:00 Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun. Vísir/Sigurjón Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira