Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 21:33 Karim Benzema skoraði markið sem skilaði Real Madrid í undanúrslit. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur. Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira