Gagnrýndi dómarann fyrir að hlæja með Ancelotti: „Það sem þú færð í Madríd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 08:00 Thomas Tuchel skilur ekkert í Carlo Ancelotti. EPA-EFE/Juanjo Martin Thomas Tuchel var allt annað en sáttur eftir dramatískt 3-2 tap Evrópumeistara Chelsea gegn Real Madríd eftir framlengdan leik á Spáni. Hann lét dómara leiksins heyra það eftir leik en maðurinn með flautuna sást hlæja með Carlo Ancelotti á meðan leik stóð. Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Sjá meira
Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Sjá meira