Sean Dyche rekinn frá Burnley Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 10:30 Rekinn. Clive Brunskill/Getty Images Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. Hinn fimmtugi Dyche kveður nú Burnley eftir tæplega tíu ára starf en hann hefur unnið þrekvirki hjá félaginu og þótt sýna ótrúlegan stöðugleika með því að halda liðinu uppi í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. Burnley komst fyrst upp í ensku úrvalsdeildina árið 2009 en Dyche tók við stjórnartaumum hjá félaginu haustið 2012. Þá hafði liðið fallið aftur niður í B-deildina en Dyche stýrði því upp í úrvalsdeildina á sinni fyrstu leiktíð. Burnley féll aftur niður í B-deildina en Dyche kom liðinu svo beint upp aftur og hefur Burnley verið í ensku úrvalsdeildinni sleitulaust frá árinu 2016. Nú blasir fall við félaginu en liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar átta leikir eru eftir. Burnley Football Club can confirm the Club has parted company with manager Sean Dyche, assistant manager Ian Woan, first-team coach Steve Stone and goalkeeping coach Billy Mercer.— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 15, 2022 Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley og hefur verið í lykilhlutverki hjá félaginu undir stjórn Dyche en hefur lítið spilað á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Í tilkynningu Burnley segir að þjálfarateymi U23 ára liðs félagsins auk fyrirliðans, Ben Mee, hafi verið beðin um að stýra liðinu þar til nýr stjóri verður ráðinn en Burnley heimsækir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á páskadag. Enski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Hinn fimmtugi Dyche kveður nú Burnley eftir tæplega tíu ára starf en hann hefur unnið þrekvirki hjá félaginu og þótt sýna ótrúlegan stöðugleika með því að halda liðinu uppi í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. Burnley komst fyrst upp í ensku úrvalsdeildina árið 2009 en Dyche tók við stjórnartaumum hjá félaginu haustið 2012. Þá hafði liðið fallið aftur niður í B-deildina en Dyche stýrði því upp í úrvalsdeildina á sinni fyrstu leiktíð. Burnley féll aftur niður í B-deildina en Dyche kom liðinu svo beint upp aftur og hefur Burnley verið í ensku úrvalsdeildinni sleitulaust frá árinu 2016. Nú blasir fall við félaginu en liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar átta leikir eru eftir. Burnley Football Club can confirm the Club has parted company with manager Sean Dyche, assistant manager Ian Woan, first-team coach Steve Stone and goalkeeping coach Billy Mercer.— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 15, 2022 Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley og hefur verið í lykilhlutverki hjá félaginu undir stjórn Dyche en hefur lítið spilað á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Í tilkynningu Burnley segir að þjálfarateymi U23 ára liðs félagsins auk fyrirliðans, Ben Mee, hafi verið beðin um að stýra liðinu þar til nýr stjóri verður ráðinn en Burnley heimsækir West Ham í ensku úrvalsdeildinni á páskadag.
Enski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira