Þjóðarhöll eða þjóðarskömm? Árni Stefán Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:00 Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Ný þjóðarhöll Handbolti Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Körfubolti Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun