Skólauppbygging til framtíðar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. apríl 2022 06:31 Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er best að fara. Því viljum við í Viðreisn staldra við, rýna þær sviðsmyndir sem liggja fyrir og meta þá reynslu sem fengin er með núverandi skipulagi. Við höfum valfrelsi hér í Garðabæ, sem byggir á því að foreldrar geta valið grunnskóla, óháð því hverfi sem búið er í. Valfrelsi sem byggir á umhverfi gamla Garðabæjar þegar aðeins einn unglingaskóli var starfandi og tveir grunnskólar með nemendum frá 1. - 7. bekk. Við í Viðreisn styðjum alvöru valfrelsi sem styður við jafnvægi í samsetningu nemenda í skólunum okkar. Í dag blasir við ójafnvægi, sérstaklega á milli unglingadeilda í bænum, sem eru í dag í þremur skólum. Við höfum einn unglingaskóla, Garðaskóla sem var lengi safnskóli fyrir alla unglinga í Garðabæ þegar einungis þrír grunnskólar voru starfandi í sveitarfélaginu. Nú er öldin önnur og sjö grunnskólar eru starfandi. Þar af eru tveir ætlaðir nemendum frá 1.-10. bekk og einn sjálfstætt starfandi, þar sem nemendur eru frá 5 ára og upp í 7. bekk. Þess utan er hér starfandi alþjóðaskóli fyrir grunnskólanemendur. Einn skóli sprunginn en aðra vantar nemendur Í greiningu um samsetningu nemenda eftir stuðningsþörf kemur fram að samsetning nemenda á milli skóla er ólík. Við sjáum líka að það er bara einn skóli sem býr við það mikla eftirspurn að húsnæðið er fyrir löngu sprungið, á meðan aðrir skólar ná ekki að fylla það rými sem þeir hafa, því aðsóknin er ekki nóg. Þetta er veruleiki sem við verðum að bregðast við. Við í Viðreisn viljum tryggja farsælt skólaumhverfi í öllum skólunum okkar fyrir öll börn og ungmenni og skapa umhverfi sem styður við jafnvægi þegar kemur að samsetningu nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Ástæður þessa ójafnvægis sem fyrst og fremst skapast á milli unglingadeilda eru margar. Þær þarf að rýna og finna jákvæðar og uppbyggilegar lausnir á þeim vanda sem ójafnvægið endurspeglar. Til lengri tíma gengur núverandi kerfi einfaldlega ekki upp. Hvorki fyrir skólasamfélagið okkar í heild sinni né rekstrarlega. Garðabær er að stækka hraðar og meira en áður hefur þekkst. Á þessu kjörtímabili hefur Garðbæingum fjölgað um u.þ.b. 4 þúsund íbúa en áætlanir gera ráð fyrir að þeim muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Við slíkri þróun þarf að bregðast í tíma en ekki eftir að fólk er flutt í bæinn, eins og við höfum dæmin um. Við í Viðreisn viljum samtal við íbúa um framtíðina og vega og meta sjónarmið íbúa þegar kemur að uppbyggingu skólasamfélagsins til framtíðar. Við viljum alvöru valfrelsi þar sem valið byggir á fjölbreyttum og sterkum skólum fyrir öll börn þar sem nemendasamsetning verður ekki sérkenni einstaka skóla. Til þess að svo megi verða verður að huga að skipulagi félagsstarfs á mið- og unglingastigi, aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi hvort sem starfið er fært nær skólanum sjálfum eða skjótar samgönguleiðir eru tryggðar á milli áfangastaða. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar