„Í ljósi þeirrar trylltu stemningar sem mögnuð hefur verið upp í samfélaginu vegna ákvörðunar stjórnar félagsins um skipulagsbreytingar og breytt ráðningarkjör á skrifstofu Eflingar tel ég hann eiga erindi við sem flesta og deili honum því hér,“ segir Sólveig Anna á Facebook. Með færslunni er tölvupósturinn sem hún sendi á félagsmenn.

Á síðunni er meðal annars farið yfir mikilvægi breytinganna, aðdraganda og réttinda starfsfólks. Þar kemur meðal annars fram að breytingarnar hafi verið nauðsynlegar til að efla starfsemi félagsins. Þær hafi verið gerðar að vel athuguðu máli.
„Þar sem verið er að breyta ráðningarkjörum allra starfsmanna þarf að segja upp öllum ráðningarsamningum. Vegna þess að breytingarnar fela í sér annras vegar breytingar á störfum og hins vegar fækkun á heildarfjölda stöðugilda var ekki hægt að bjóða öllum starfsmönnum að ganga að sínu fyrra starfi.
Fremur en að handvelja eða semja við hvern og einn úr starfsmannahópnum er farin sú leið að auglýsa öll störf og hvetja starfsfólk til að sækja um, sem er fagleg og skynsamleg leið,“ stendur meðal annars undir spurningunni: „Var óhjákvæmilegt að grípa til hópuppsagnar?“
Þá kemur enn fremur fram að skipulagsbreytingarnar kosti um 25 milljónir króna en kostnaður samanstendur meðal annars af samstarfi við ráðningarstofu, lögmannsstofu og ráðgjafa. Kostnaður við óunninn mánuð gæti numið 50 milljónum króna en minnkun á launakostnaði gæti numið allt að 120 milljónum á ári.
Hér er hægt að nálgast svör um skipulagsbreytingar á skrifstofum Eflingar.