Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 19. apríl 2022 08:01 Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. Viðskiptaráðherra beindi gagnrýni sinni sömuleiðis að Katrínu Jakobsdóttur, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Þar segist Lilja hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferðafræði sem beita átti við söluna. Hún kveðst hafa komið sínum sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Forsætisráðherra hefur látið sér nægja að segja enga bókun liggja fyrir en hefur í engu svarað hvort það rétt sé að viðskiptaráðherra hafi mótmælt því að selja hlutinn í lokuðu útboði. Þessir þrír ráðherrar höfðu mest um söluna að segja. Var óeining innan ríkisstjórnar? Viðskiptaráðherra hefur ekki aðeins talað um ágreining og pólitíska ábyrgð fjármálaráðherra. Hún hefur lía sagt að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum“. Þess vegna verður forsætisráðherra að greina frá því hverjar umræður voru á ráðherrafundi um efnahagsmál í aðdraganda útboðsins sem og á ríkisstjórnarfundum. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafi tjáð sig um umræður á þessum fundum, en auðvitað ´s almenningur á allan rétt á því að fá þessar upplýsingar. Um er að ræða sölu í þriðja stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar upp á 52,5 milljarða króna. Hagsmunir almennings kalla á að upplýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnarinnar að fara í lokað útboð. Almannahagsmunamál að upplýsa um aðdragandann Ábyrgð viðskiptaráðherra hefur líka þýðingu. Siðareglur ráðherra fjalla um upplýsingagjöf ráðherra til almennings: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu. Siðareglur ráðherra eru skýrar um frumkvæði ráðherra um upplýsingar sem varða almannahag. Skyldur ráðherra gagnvart Alþingi eru enn ríkari. Sú ákvörðun ráðherrans að greina Alþingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru almannahagsmunamáli er auðvitað sérstök svo ekki sé fastar að orði kveðið. Var viðskiptaráðherra einangruð um þessa afstöðu sína innan ríkisstjórnar og jafnvel innan Framsóknarflokksins? Spurningar til forsætisráðherra Ríkisstjórnin hefur verið utan þjónustusvæðis alla páskana og ekkert viljað tjá sig um stærsta pólitíska mál dagsins í dag. Ég sendi þess vegna skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra með ósk um skrifleg svör. Viðskiptaráðherra hefur greint opinberlega frá því að hafa verið mótfallin aðferðafræði við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars sl. Hún hafi ekki viljað að bréf yrðu seld til valins hóps fjárfesta og að fátt komi henni á óvart um það hver útkoman varð. Viðskiptaráðherra hefur jafnframt greint frá að hafa komið sjónarmiðum þar um skýrt á framfæri í aðdraganda útboðs. Með hvaða rökum hafnaði forsætisráðherra sjónarmiðum og viðvörunarorðum viðskiptaráðherra? Með hvaða rökum féllst forsætisráðherra á það fyrirkomulag sölunnar sem fjármálaráðherra lagði til? Telur forsætisráðherra að viðskiptaráðherra kunni að hafa gerst brotleg við siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um þessi sjónarmið opinberlega fyrr en eftir að útboð hafði farið fram, en siðareglur ráðherra mæla fyrir um að ráðherra leyni ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess? Hefur forsætisráðherra skoðun á því hvort efni voru til að fjármálaráðherra hefði átt að víkja sæti við meðferð þessa máls á einhverju stigi málsins vegna sjónarmiða um vanhæfi? Í 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru raktar meginreglur sem gilda við sölumeðferð. Þar segir að þess skuli gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skuli við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Hvers vegna var látið hjá líða að fara að þessum skilyrðum laga? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun