Samfella í stuðningi við fanga með þroskahömlun og á einhverfurófinu Unnur Helga Óttarsdóttir, Sigrún Birgisdóttir og Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifa 19. apríl 2022 10:30 Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun