Óvissa um framtíðina í húsbílabyggð Laugardals Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifa 20. apríl 2022 07:01 Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun