Hafnarfjörður – bær framkvæmdanna Orri Björnsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt. Tekið var til í rekstri bæjarins og þar með lagður grunnur að miklu framkvæmdaskeiði. Reksturinn hefur verið traustur í höndum Sjálfstæðisflokksins og vegna þess höfum við að mestu framkvæmt fyrir eigið fé. Hvað höfum við gert? Á fyrra kjörtímabili okkar var strax gefið í og framkvæmdir stórauknar auk þess sem viðhaldi var mikið betur sinnt en verið hafði. 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir Framkvæmdir: 10.600 milljónir 2018 til 2022 Viðhald: 3.800 milljónir Framkvæmdir: 17.500 milljónir Á síðasta kjörtímabili vinstrimanna framkvæmdu þeir fyrir 3,1 milljarð og settu 1,3 í viðhald.Meira gátu þeir ekki gert vegna viðvarandi óstjórnar um langt árabil. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við því að meðaltali framkvæmt meira á hverju einasta ári en vinstrimenn á öllu sínu síðasta kjörtímabili. Þessar sláandi tölur segja allt sem segja þarf um muninn á stjórn með vinstrimönnum annars vegar og hins vegar þegar við Sjálfstæðismenn erum í meirihluta. Á sama tíma hafa raunskuldir Hafnarfjarðar lækkað þrátt fyrir að lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um 6.600 milljónir á tímabilinu. Hvað ætlum við að gera? Með sama hætti ætlum við okkur að leiða bæinn í gegnum stærsta vaxtarskeið sögunnar.. Við ætlum að framkvæma mikið og vel, bæta þjónustu og halda bænum í fremstu röð á öllum sviðum. Skynsamleg fjármálastjórn, skipulagðar framkvæmdir og ígrundaður undirbúningur hafa lagt grunninn. Núna göngum við til verks og tryggjum að Hafnarfjörður verði áfram besti bær landsins til að búa í, hlýlegt og gott samfélag sem fólk vill tilheyra. Við treystum á þinn stuðning og lofum nú sem endranær að gera aðeins það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar