Rebekka Karlsdóttir nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2022 19:34 Kosið var um forseta, varaforseta, hagsmunafulltrúa og lánasjóðsfulltrúa á fundi SHÍ í kvöld. Rebekka Karlsdóttir var í kvöld kjörin nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í kvöld voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofa SHÍ en réttindaskrifstofan og nýkjörið Stúdentaráð taka formlega til starfa undir lok maí. Rebekka tekur við keflinu af Isabel Alejöndru Diaz, sem hefur setið sem forseti Stúdentaráðs undanfarin tvö ár. „Ég er mjög spennt að taka við keflinu enda eru mörg tækifæri framundan í hagsmunabaráttu stúdenta, má nefna uppbyggingu háskólasvæðisins, ný stefna Háskóla Íslands, endurskoðun lánasjóðskerfisins og samstarf við nýtt ráðuneyti og ráðherra háskólamála,“ segir Rebekka. „Sömuleiðis eru bjartir tímar framundan fyrir félagslífið í Háskólanum eftir 2 ár sem hafa einkennst meira og minna af fjarkennslu og heimaveru,“ segir hún enn fremur. Kosningin fór fram á sérstökum kjörfundi ráðsins en þar voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Gréta Dögg Þórisdóttir var þar kjörin varaforseti, Katrín Björk Kristjánsdóttir var kjörinn hagsmunafulltrúi, og María Sól Antonsdóttir var kjörin lánasjóðsfulltrúi. Komið víða við í hagsmunabarátttu stúdenta Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Rebekka útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá HÍ í sumar. Samhliða námi hefur hún starfað sem laganemi hjá BBA/Fjeldco og þar áður starfaði hún sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Síðastliðið ár var Rebekka sviðsráðsforseti á félagsvísindasviði auk þess sem hún sat í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Félagsvísindasviðs. Hún hefur einnig setið sem fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd háskólaráðs og verið varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þá hefur hún verið forseti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Háskólar Hagsmunir stúdenta Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Rebekka tekur við keflinu af Isabel Alejöndru Diaz, sem hefur setið sem forseti Stúdentaráðs undanfarin tvö ár. „Ég er mjög spennt að taka við keflinu enda eru mörg tækifæri framundan í hagsmunabaráttu stúdenta, má nefna uppbyggingu háskólasvæðisins, ný stefna Háskóla Íslands, endurskoðun lánasjóðskerfisins og samstarf við nýtt ráðuneyti og ráðherra háskólamála,“ segir Rebekka. „Sömuleiðis eru bjartir tímar framundan fyrir félagslífið í Háskólanum eftir 2 ár sem hafa einkennst meira og minna af fjarkennslu og heimaveru,“ segir hún enn fremur. Kosningin fór fram á sérstökum kjörfundi ráðsins en þar voru einnig kjörnir fulltrúar á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Gréta Dögg Þórisdóttir var þar kjörin varaforseti, Katrín Björk Kristjánsdóttir var kjörinn hagsmunafulltrúi, og María Sól Antonsdóttir var kjörin lánasjóðsfulltrúi. Komið víða við í hagsmunabarátttu stúdenta Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Rebekka útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá HÍ í sumar. Samhliða námi hefur hún starfað sem laganemi hjá BBA/Fjeldco og þar áður starfaði hún sem landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Síðastliðið ár var Rebekka sviðsráðsforseti á félagsvísindasviði auk þess sem hún sat í stjórn Stúdentaráðs og stjórn Félagsvísindasviðs. Hún hefur einnig setið sem fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd háskólaráðs og verið varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þá hefur hún verið forseti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira