Dagur jarðar Elín Björk Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 15:00 Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun