Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 16:24 Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Rudy Giuliani leyndist á bakvið grímuna. Vísir/Getty Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira