Ertu búin að skella þér til Tene? Gunnar Wiium skrifar 24. apríl 2022 11:00 Síðustu 9 dögum hef ég eytt á sólareyjunni Tenerife. Hún er í dag spænsk en samt sem áður í órafjarlægð frá Spáni eða um 1400 km, liggur í raun ekkert svo langt frá vestur Sahara í Afríku. Hér er stór hópur Íslendinga að njóta sín í sól og tempruðu loftslagi. Eyjan er 50 sinnum minni en Ísland en samt sem áður mjög fjölbreytt í gróðri og loftslagi eftir því hvar þú ert staddur á þessari eyju sem aðeins tekur um 3 tíma að keyra í kringum ef ekkert er stoppað. Ég spóla nú ein 16 ár tilbaka til ársins 2006 þegar ég ásamt konunni minni ferðuðumst til austurstrandar Ástralíu þar sem vinafólk okkar hafði boðið okkur í margra daga brúðkaup. Ég minnist þess að hafa eitt sinn farið á almenningsklósett á einhverju hippstera kaffihúsi þar sem allir foréttindarhipparnir héngu uppgerðarlegir, klæddir í larfa með gullkort í vösum. Á vegg klósettsins hafði einhver krotað allskonar hippstera, tögg og klámbrandara. En svo rak ég augun í eitthvað sem meint var líklega sem brandari en var í raun bara sorgleg saga sem á sér alveg stoð í raunveruleikanum hvað varðar núverandi stöðu frumbyggja Ástralíu. Frumbyggjar sem ráfuðu um landið í ein 50.000 ár í algjöri sátt við náttúru, guð og menn. Ættbálkaskipting, veiðimenn á há-andlegu plani. Það er meira að segja sagt að þeir hafi notast við telepatísk samskipti sín á milli meðan þeir lágu í felum kannski dögum saman eftir réttu tækifæri við veiðimennsku. Fyrir um aðeins 200 árum komu svo Evrópubúarnir með alla sína siðmenningu, alkóhól, ofbeldi og þrælahald. Þeir þurkuðu nánast út allt sem hét og tóku yfir land sem frumbyggjarnir höfðu tilheyrt í tugi árþúsunda. Það að landið tilheyri okkur er eitthvað sem við þekkjum, við kaupum hús og íbúðir á lóðum, skiptum öllu upp í reiti með þinglýstum samningum eins og um heilagan sé að ræða. Svo deyjum við og afkomuendur erfa skikann. Þetta gerist einmitt þegar Evrópubúarnir koma til þessara staða, þeir eigna sér landið, land sem frumbyggjarnir töldu sig tilheyra, þeir skrifuðu undir óafvitandi að í augum hvíta mannsins tilheyrir landið honum, manninum. Þetta gerðist í Ástralíu, Norður-Ameríku og fleiri stöðum í sögunni, valdarán, hernám, innrás og ofbeldi. Brandarinn á vegg hippsteraklósettveggsins var svo eftirfarandi: “What´s the diffrerence between a parkbench and an aboriginal? A parkbench can support a family” Meaning, þökk sé vaxandi alkóhólisma frumbyggja Ástralíu og vonlausu aðgengi þeirra í partý millistéttar hvíta mannsins er honum algjörlega um megn um að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þeim var slátrað í fyrstu með vopnum og þrældóm, svo voru þeir kynntir fyrir alkahóli sem sér um restina, drottningin, kóngurinn og præministerinn sögðu kannski sorry úr pontu en alkóhólið og vonleysið tekur við sem öflugt útrýmingarvopn hvíta mannins. Frumbyggjar Norður-Ameríku mættu sömu örlögum fyrir um 2-300 árum, komið með landið, komið með dætur ykkar, þrælið og drepist í alkahólisma og vonleysi en sorry samt úr pontu. Í mörg þúsund á lifðu hér á Tenerife svokallaðir Guanches. Hópur fólks sem bjuggu í hellum, notuðust eingöngu við verkfæri úr viði og grjóti. Veiddu og tilbáðu móðir jörð en vissu af heli á tindi eldfjallsins Tiede. Þau tilheyrðu landinu sem var frjógnótt, landið gaf og gaf. Fyrir um aðeins 400 árum komu svo Spánverjar og útrýmdu frumbyggjunum, hreinsuðu niður nánast alla skóga með ofbeldi og djöfulgangi. Ekkert er eftir af þessu fólki né vistkerfinu sem hér var, lítið eftir þessari menningu nema kannski nokkrar leirkrukkur og nokkur afmynduð orð, allt farið, drepið. Ég veit ekki hvort spænski kóngurinn sé búin að segja nokkru sinni sorry, málið er kannski að það er enginn að segja sorry við, það er ekkert eftir. En hingað ferðumst við, leigjum okkur bíla, förum í vatnsrennibrautagarða, böðum okkur í sjónum og sólbrennum. Svokölluð paradísareyja fyrir hina kulnandi millistétt hins vestræna heims. Ekkert minnir okkur á hvað fór hér fram nema þá skrjáfaþurr auðnin og gamlar leirkrukkur. En ég er búin að hafa það gott á þessari „spænsku“ eyju. Ég ætla að koma aftur í ágúst með stórfjölskyldu konunar minnar, leigja bíl, fara í rennibrautagarð, borða yfir mig og brenna á ströndinni. Sorry. Höfundur starfar sem smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Spánn Íslendingar erlendis Gunnar Dan Wiium Kanaríeyjar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðustu 9 dögum hef ég eytt á sólareyjunni Tenerife. Hún er í dag spænsk en samt sem áður í órafjarlægð frá Spáni eða um 1400 km, liggur í raun ekkert svo langt frá vestur Sahara í Afríku. Hér er stór hópur Íslendinga að njóta sín í sól og tempruðu loftslagi. Eyjan er 50 sinnum minni en Ísland en samt sem áður mjög fjölbreytt í gróðri og loftslagi eftir því hvar þú ert staddur á þessari eyju sem aðeins tekur um 3 tíma að keyra í kringum ef ekkert er stoppað. Ég spóla nú ein 16 ár tilbaka til ársins 2006 þegar ég ásamt konunni minni ferðuðumst til austurstrandar Ástralíu þar sem vinafólk okkar hafði boðið okkur í margra daga brúðkaup. Ég minnist þess að hafa eitt sinn farið á almenningsklósett á einhverju hippstera kaffihúsi þar sem allir foréttindarhipparnir héngu uppgerðarlegir, klæddir í larfa með gullkort í vösum. Á vegg klósettsins hafði einhver krotað allskonar hippstera, tögg og klámbrandara. En svo rak ég augun í eitthvað sem meint var líklega sem brandari en var í raun bara sorgleg saga sem á sér alveg stoð í raunveruleikanum hvað varðar núverandi stöðu frumbyggja Ástralíu. Frumbyggjar sem ráfuðu um landið í ein 50.000 ár í algjöri sátt við náttúru, guð og menn. Ættbálkaskipting, veiðimenn á há-andlegu plani. Það er meira að segja sagt að þeir hafi notast við telepatísk samskipti sín á milli meðan þeir lágu í felum kannski dögum saman eftir réttu tækifæri við veiðimennsku. Fyrir um aðeins 200 árum komu svo Evrópubúarnir með alla sína siðmenningu, alkóhól, ofbeldi og þrælahald. Þeir þurkuðu nánast út allt sem hét og tóku yfir land sem frumbyggjarnir höfðu tilheyrt í tugi árþúsunda. Það að landið tilheyri okkur er eitthvað sem við þekkjum, við kaupum hús og íbúðir á lóðum, skiptum öllu upp í reiti með þinglýstum samningum eins og um heilagan sé að ræða. Svo deyjum við og afkomuendur erfa skikann. Þetta gerist einmitt þegar Evrópubúarnir koma til þessara staða, þeir eigna sér landið, land sem frumbyggjarnir töldu sig tilheyra, þeir skrifuðu undir óafvitandi að í augum hvíta mannsins tilheyrir landið honum, manninum. Þetta gerðist í Ástralíu, Norður-Ameríku og fleiri stöðum í sögunni, valdarán, hernám, innrás og ofbeldi. Brandarinn á vegg hippsteraklósettveggsins var svo eftirfarandi: “What´s the diffrerence between a parkbench and an aboriginal? A parkbench can support a family” Meaning, þökk sé vaxandi alkóhólisma frumbyggja Ástralíu og vonlausu aðgengi þeirra í partý millistéttar hvíta mannsins er honum algjörlega um megn um að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þeim var slátrað í fyrstu með vopnum og þrældóm, svo voru þeir kynntir fyrir alkahóli sem sér um restina, drottningin, kóngurinn og præministerinn sögðu kannski sorry úr pontu en alkóhólið og vonleysið tekur við sem öflugt útrýmingarvopn hvíta mannins. Frumbyggjar Norður-Ameríku mættu sömu örlögum fyrir um 2-300 árum, komið með landið, komið með dætur ykkar, þrælið og drepist í alkahólisma og vonleysi en sorry samt úr pontu. Í mörg þúsund á lifðu hér á Tenerife svokallaðir Guanches. Hópur fólks sem bjuggu í hellum, notuðust eingöngu við verkfæri úr viði og grjóti. Veiddu og tilbáðu móðir jörð en vissu af heli á tindi eldfjallsins Tiede. Þau tilheyrðu landinu sem var frjógnótt, landið gaf og gaf. Fyrir um aðeins 400 árum komu svo Spánverjar og útrýmdu frumbyggjunum, hreinsuðu niður nánast alla skóga með ofbeldi og djöfulgangi. Ekkert er eftir af þessu fólki né vistkerfinu sem hér var, lítið eftir þessari menningu nema kannski nokkrar leirkrukkur og nokkur afmynduð orð, allt farið, drepið. Ég veit ekki hvort spænski kóngurinn sé búin að segja nokkru sinni sorry, málið er kannski að það er enginn að segja sorry við, það er ekkert eftir. En hingað ferðumst við, leigjum okkur bíla, förum í vatnsrennibrautagarða, böðum okkur í sjónum og sólbrennum. Svokölluð paradísareyja fyrir hina kulnandi millistétt hins vestræna heims. Ekkert minnir okkur á hvað fór hér fram nema þá skrjáfaþurr auðnin og gamlar leirkrukkur. En ég er búin að hafa það gott á þessari „spænsku“ eyju. Ég ætla að koma aftur í ágúst með stórfjölskyldu konunar minnar, leigja bíl, fara í rennibrautagarð, borða yfir mig og brenna á ströndinni. Sorry. Höfundur starfar sem smíðakennari.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun