FH-ingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni frá atvikinu með Gísla í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 13:01 FH-ingar eru með bakið upp við vegginn á Selfossi í kvöld. Vísir/Vilhelm FH-ingar berjast fyrir lífi sínu á Selfossi í kvöld þar sem þeir gætu endað í sumarfríi tapi þeir á moti Selfyssingum. FH tapaði fyrsta leiknum á heimavelli og því lengist enn bið félagsins eftir sigurleik í úrslitakeppni. FH-ingar fögnuðu síðast sigri í úrslitakeppni 15. maí 2018 og síðan er því liðin næstum því fjögur ár. FH jafnaði þá úrslitaeinvígið á móti ÍBV með 28-25 sigri í Kaplakrika. Síðan þá hefur FH spilað sjö leiki í röð án þess að fagna sigri. Næsti leikur var afdrifaríkur því í honum meiddist Gísli Þorgeir Kristjánsson illa, fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl. Þessi axlarmeiðsli eru meiðsli sem landsliðsmaðurinn glímdi við í langan tíma á eftir. ÍBV vann tvo síðustu leiki einvígisins með samtals fimmtán mörkum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Eyjamenn hafa síðan slegið FH-inga út úr síðustu tveimur úrslitakeppnum og það sem meira er að FH vann ekki einn leik í þessum einvígum. ÍBV vann báða leikina í einvíginu 2019 og í fyrra gerðu liðin jafntefli í báðum leikjum en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikur Selfoss og FH hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19.00 á sömu stöð og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp af Seinni bylgju mönnum. Síðustu leikir FH í úrslitakeppni 2022 1 marks tap á móti Selfossi (27-28) í átta liða úrslitum 2021 Jafntefli á móti ÍBV (33-33) í leik tvö í átta liða úrslitum Jafntefli á móti ÍBV (31-31) í leik eitt í átta liða úrslitum 2019 8 marka tap á móti ÍBV (28-36) í leik tvö í átta liða úrslitum 5 marka tap á móti ÍBV (22-38) í leik eitt í átta liða úrslitum 2018 8 marka tap á móti ÍBV (20-28) í leik fjögur í lokaúrslitum 7 marka tap á móti ÍBV (22-29) í leik þrjú í lokaúrslitum 3 marka sigur á ÍBV (28-25) í leik tvö í lokaúrslitum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH UMF Selfoss Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
FH tapaði fyrsta leiknum á heimavelli og því lengist enn bið félagsins eftir sigurleik í úrslitakeppni. FH-ingar fögnuðu síðast sigri í úrslitakeppni 15. maí 2018 og síðan er því liðin næstum því fjögur ár. FH jafnaði þá úrslitaeinvígið á móti ÍBV með 28-25 sigri í Kaplakrika. Síðan þá hefur FH spilað sjö leiki í röð án þess að fagna sigri. Næsti leikur var afdrifaríkur því í honum meiddist Gísli Þorgeir Kristjánsson illa, fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl. Þessi axlarmeiðsli eru meiðsli sem landsliðsmaðurinn glímdi við í langan tíma á eftir. ÍBV vann tvo síðustu leiki einvígisins með samtals fimmtán mörkum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Eyjamenn hafa síðan slegið FH-inga út úr síðustu tveimur úrslitakeppnum og það sem meira er að FH vann ekki einn leik í þessum einvígum. ÍBV vann báða leikina í einvíginu 2019 og í fyrra gerðu liðin jafntefli í báðum leikjum en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikur Selfoss og FH hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19.00 á sömu stöð og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp af Seinni bylgju mönnum. Síðustu leikir FH í úrslitakeppni 2022 1 marks tap á móti Selfossi (27-28) í átta liða úrslitum 2021 Jafntefli á móti ÍBV (33-33) í leik tvö í átta liða úrslitum Jafntefli á móti ÍBV (31-31) í leik eitt í átta liða úrslitum 2019 8 marka tap á móti ÍBV (28-36) í leik tvö í átta liða úrslitum 5 marka tap á móti ÍBV (22-38) í leik eitt í átta liða úrslitum 2018 8 marka tap á móti ÍBV (20-28) í leik fjögur í lokaúrslitum 7 marka tap á móti ÍBV (22-29) í leik þrjú í lokaúrslitum 3 marka sigur á ÍBV (28-25) í leik tvö í lokaúrslitum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Síðustu leikir FH í úrslitakeppni 2022 1 marks tap á móti Selfossi (27-28) í átta liða úrslitum 2021 Jafntefli á móti ÍBV (33-33) í leik tvö í átta liða úrslitum Jafntefli á móti ÍBV (31-31) í leik eitt í átta liða úrslitum 2019 8 marka tap á móti ÍBV (28-36) í leik tvö í átta liða úrslitum 5 marka tap á móti ÍBV (22-38) í leik eitt í átta liða úrslitum 2018 8 marka tap á móti ÍBV (20-28) í leik fjögur í lokaúrslitum 7 marka tap á móti ÍBV (22-29) í leik þrjú í lokaúrslitum 3 marka sigur á ÍBV (28-25) í leik tvö í lokaúrslitum
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH UMF Selfoss Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira