Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. apríl 2022 09:31 Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að þjónusta djúprist risaskip. Einn hagkvæmasti kostur stórskipahafnar fyrir Suðvesturhornið er að Óttastöðum, handan Straumsvíkur. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana. Við í Viðreisn höfum horft til þeirra tækifæra sem eru að myndast með stækkun flutningaskipa og hagræðingar sem því fylgir. Í náinni framtíð mun SV hornið þurfa að fara í staðarval vegna stórskipahafnar, en hafnir landsins eru að verða of litlar til að þjónusta stærri flutningaskip. Einn vænlegasti kosturinn eru Óttastaðir. Þar er dýpið nægjanlegt, efni til að byggja hafnargarð er til staðar og plássið sem losnar, ef álverið kýs að fara,myndi nýtast vel sem geymslusvæði tengt hafnarstarfsemi. Við gætum rafvætt höfnina og gert hana þá umhverfisvænustu á byggðu bóli. Við þetta færist töluvert af hafnarstarfsemi frá núverandi hafnarsvæði og því þarf að huga að breyttri notkun á því frábæra landsvæði í hjarta Hafnarfjarðar, mögulega myndi þar rísa glæsilegasta bryggjuhverfi landsins. Önnur tækifæri á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, líftækni og grænum lausnum eru handan við hornið. Svona risaverkefni gerast þó ekki að sjálfu sér. Ef þetta tækifæri á að raungerast, öllum landsmönnum til hagsbóta, þurfa bæjaryfirvöld að taka frumkvæði í málinu, hafa skýra afstöðu og róa að því öllum árum að gera aðstæður hér í bænum þannig að erfitt verði að horfa framhjá okkur þegar ákvarðanir verða teknar. Viðreisn óskaði eftir því í júní 2019 að Hafnarfjarðarbær myndi taka fyrsta skrefið og gera hagræna úttekt á áhrifum slíkrar framkvæmdar því það er ljóst að fjárhagslegur og efnahagslegur ávinningur verður talinn í milljörðum á ári. Ekkert bólar á þessari úttekt sem sýnir best afstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þessa tækifæris. Fulltrúar Viðreisnar hafa einir flokka haft samband við fulltrúa eigenda Óttastaða og átt óformlegar samræður um þá möguleika sem staðsetningin býður upp á. Nú þegar eru aðilar að stefna á stórskipahöfn við Þorlákshöfn, það sýnir að samkeppnin um þessa mikilvægu innviðauppbyggingu er hafin. Ákvarðanir dagsins í dag móta samkeppnishæfni Hafnarfjarðar í framtíðinni. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að hugsa langt inn í framtíðina, greina tækifæri og gera sveitarfélagið eins vel í stakk búið og hægt er til að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykillinn að góðum árangri liggur í undirbúningi. Það er mikilvægt að hefjast strax handa við þetta verkefni og Hafnarfjörður á að hafa frumkvæði í málinu. Viðreisn mun taka þetta mál föstum tökum á næsta kjörtímabili og ég vona að sem flestir Hafnfirðingar sjái möguleikana í þessu einstaka tækifæri. Meiri framsýni, meiri velmegun, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að þjónusta djúprist risaskip. Einn hagkvæmasti kostur stórskipahafnar fyrir Suðvesturhornið er að Óttastöðum, handan Straumsvíkur. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana. Við í Viðreisn höfum horft til þeirra tækifæra sem eru að myndast með stækkun flutningaskipa og hagræðingar sem því fylgir. Í náinni framtíð mun SV hornið þurfa að fara í staðarval vegna stórskipahafnar, en hafnir landsins eru að verða of litlar til að þjónusta stærri flutningaskip. Einn vænlegasti kosturinn eru Óttastaðir. Þar er dýpið nægjanlegt, efni til að byggja hafnargarð er til staðar og plássið sem losnar, ef álverið kýs að fara,myndi nýtast vel sem geymslusvæði tengt hafnarstarfsemi. Við gætum rafvætt höfnina og gert hana þá umhverfisvænustu á byggðu bóli. Við þetta færist töluvert af hafnarstarfsemi frá núverandi hafnarsvæði og því þarf að huga að breyttri notkun á því frábæra landsvæði í hjarta Hafnarfjarðar, mögulega myndi þar rísa glæsilegasta bryggjuhverfi landsins. Önnur tækifæri á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, líftækni og grænum lausnum eru handan við hornið. Svona risaverkefni gerast þó ekki að sjálfu sér. Ef þetta tækifæri á að raungerast, öllum landsmönnum til hagsbóta, þurfa bæjaryfirvöld að taka frumkvæði í málinu, hafa skýra afstöðu og róa að því öllum árum að gera aðstæður hér í bænum þannig að erfitt verði að horfa framhjá okkur þegar ákvarðanir verða teknar. Viðreisn óskaði eftir því í júní 2019 að Hafnarfjarðarbær myndi taka fyrsta skrefið og gera hagræna úttekt á áhrifum slíkrar framkvæmdar því það er ljóst að fjárhagslegur og efnahagslegur ávinningur verður talinn í milljörðum á ári. Ekkert bólar á þessari úttekt sem sýnir best afstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þessa tækifæris. Fulltrúar Viðreisnar hafa einir flokka haft samband við fulltrúa eigenda Óttastaða og átt óformlegar samræður um þá möguleika sem staðsetningin býður upp á. Nú þegar eru aðilar að stefna á stórskipahöfn við Þorlákshöfn, það sýnir að samkeppnin um þessa mikilvægu innviðauppbyggingu er hafin. Ákvarðanir dagsins í dag móta samkeppnishæfni Hafnarfjarðar í framtíðinni. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að hugsa langt inn í framtíðina, greina tækifæri og gera sveitarfélagið eins vel í stakk búið og hægt er til að grípa gæsina þegar hún gefst. Lykillinn að góðum árangri liggur í undirbúningi. Það er mikilvægt að hefjast strax handa við þetta verkefni og Hafnarfjörður á að hafa frumkvæði í málinu. Viðreisn mun taka þetta mál föstum tökum á næsta kjörtímabili og ég vona að sem flestir Hafnfirðingar sjái möguleikana í þessu einstaka tækifæri. Meiri framsýni, meiri velmegun, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun