Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 18:39 Renata Sara Arnórsdóttir og Logn eru í samtökunum Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem þau segja stunda kynlífsvinnu. vísir/Vilhelm Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið. Kompás Vændi Klám Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið.
Kompás Vændi Klám Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira