Þetta er spurning um traust Alexandra Briem skrifar 27. apríl 2022 08:01 Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Píratar Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar