Auknar félagslegar aðgerðir í kjölfar Covid-19 Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. apríl 2022 11:30 Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun