Blekkingarleikur á kostnað náttúrunnar Guðmundur Ármannsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 27. apríl 2022 12:01 Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar