Borgin er stoðsvið – ekki aðalleikari Róbert Aron Magnússon skrifar 2. maí 2022 10:01 Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur. Undanfarna áratugi hef ég verið veitingamaður. Ég hef stofnað og rekið veitingastaði í nokkrum borgum í Evrópu. Í þeim efnum kom veganestið úr uppeldinu sér vel. Vandamálin voru fjölmörg, en sjaldnast óyfirstíganleg. Biluð loftræsting, samskipti við yfirvöld, þrif og viðhald. Eða hreinlega að gæta þess að eiga fyrir launum um mánaðamót. Allt þetta - og meira til - þarf litli atvinnurekandinn að hlaupa í sjálfur. Fyrir nokkrum árum flutti ég heim og hélt uppteknum hætti. Ég komst fljótt að því að ein stærsta hindrunin á vegi veitingamanna – og annarra smærri atvinnurekenda – í Reykjavík, er borgarkerfið sjálft. Kröfur leyfisveitenda eru óskýrar og ófyrirsjáanlegar, þannig að veitingamenn sjálfir þurfa að geta í eyðurnar. Kerfið er sömuleiðis svifaseint – umsóknir taka alltof langan tíma - og ekki er alltaf gætt að því að sambærileg mál fái sömu niðurstöðu. Því má ekki gleyma að tafir og óskilvirkni kosta smærri atvinnurekendur – sem oft á tíðum hafa ekki mikið milli handanna – ómælda fjármuni. Mín skoðun er sú að borgarkerfið eigið að virka eins og framúrskarandi knattspyrnudómari. Það er oft sagt að bestu dómararnir séu þeir sem þú tekur ekki eftir. Hið sama á að gilda um um borgarkerfið, það á að vera þarna til að styðja við atvinnurekendur og liðka fyrir því að frábærar hugmyndir komist til framkvæmda. Borgin á ekki að vera andstæðingur þeirra sem vilja hefja rekstur, og borgaryfirvöld eiga ekki að vera í aðalhlutverki. Þvert á móti gegnir borgin mikilvægu stoðhlutverki. En það þýðir ekki að tuða af hliðarlínunni, heldur þarf að vaða í verkið sjálfur. Þess vegna ákvað ég að hefja þátttöku í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem styður við smærri atvinnurekendur. Flokkur sem ætlar að lækka álögur, einfalda leyfiskerfið og bæta aðgengi að atvinnulóðum í borginni. Bætt rekstrarumhverfi í Reykjavík er öllum til hagsbóta. Við þurfum enn betri stemmningu í Reykjavík! Höfundur er veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Veitingastaðir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur. Undanfarna áratugi hef ég verið veitingamaður. Ég hef stofnað og rekið veitingastaði í nokkrum borgum í Evrópu. Í þeim efnum kom veganestið úr uppeldinu sér vel. Vandamálin voru fjölmörg, en sjaldnast óyfirstíganleg. Biluð loftræsting, samskipti við yfirvöld, þrif og viðhald. Eða hreinlega að gæta þess að eiga fyrir launum um mánaðamót. Allt þetta - og meira til - þarf litli atvinnurekandinn að hlaupa í sjálfur. Fyrir nokkrum árum flutti ég heim og hélt uppteknum hætti. Ég komst fljótt að því að ein stærsta hindrunin á vegi veitingamanna – og annarra smærri atvinnurekenda – í Reykjavík, er borgarkerfið sjálft. Kröfur leyfisveitenda eru óskýrar og ófyrirsjáanlegar, þannig að veitingamenn sjálfir þurfa að geta í eyðurnar. Kerfið er sömuleiðis svifaseint – umsóknir taka alltof langan tíma - og ekki er alltaf gætt að því að sambærileg mál fái sömu niðurstöðu. Því má ekki gleyma að tafir og óskilvirkni kosta smærri atvinnurekendur – sem oft á tíðum hafa ekki mikið milli handanna – ómælda fjármuni. Mín skoðun er sú að borgarkerfið eigið að virka eins og framúrskarandi knattspyrnudómari. Það er oft sagt að bestu dómararnir séu þeir sem þú tekur ekki eftir. Hið sama á að gilda um um borgarkerfið, það á að vera þarna til að styðja við atvinnurekendur og liðka fyrir því að frábærar hugmyndir komist til framkvæmda. Borgin á ekki að vera andstæðingur þeirra sem vilja hefja rekstur, og borgaryfirvöld eiga ekki að vera í aðalhlutverki. Þvert á móti gegnir borgin mikilvægu stoðhlutverki. En það þýðir ekki að tuða af hliðarlínunni, heldur þarf að vaða í verkið sjálfur. Þess vegna ákvað ég að hefja þátttöku í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem styður við smærri atvinnurekendur. Flokkur sem ætlar að lækka álögur, einfalda leyfiskerfið og bæta aðgengi að atvinnulóðum í borginni. Bætt rekstrarumhverfi í Reykjavík er öllum til hagsbóta. Við þurfum enn betri stemmningu í Reykjavík! Höfundur er veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun