Fjárfestum markvisst í hverfum Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson skrifa 29. apríl 2022 10:30 Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun