Saman vinnum við stóru sigrana Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:30 Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Stéttarfélög Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun