Einkamál innviðaráðherra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Kynþáttafordómar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun