Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2022 22:20 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
„Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12