Hljóðið í stimplunum getur komið upp um kjósandann Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2022 10:56 Lagt er upp með að kosningarnar séu leynilegar. En kjósandi á Vesturlandi bendir á að ef hann ætli að skila auðu og lýsa þannig því yfir að ekkert framboð hugnist sér, þá þýði það að afstaða hans sé ljós þeim sem utan kjörklefans eru. vísir/vilhelm Hljóðið í stimplunum sem notaðir eru til að greiða atkvæði geta afhjúpað hina áskyldu leynd í komandi kosningunum. Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns sem ræddi við kjósanda sem ekki verður heima á kjördag, þann 14. maí næstkomandi og fór því til að greiða atkvæði utankjörstaða. Kosningin aðeins að hluta til leynileg Hann gerði sér ferð til sýslumanns á Vesturlandi og Skessuhorn hefur eftirfarandi eftir manninum, sem að augljósum ástæðum er nafnlaus í virðingarskyni við það að kosningar eigi að vera leynilegar: „Boðið er uppá stimpil með bókstöfum flokkanna. Það heyrist greinilega þegar stimpillinn er notaður. Þar með er kosningin aðeins að hluta til leynileg því það að skila auðu er einnig afstaða; þýðir að kjósandinn er óánægður með þá lista sem í boði eru. Líklega ætti að sleppa þessum stimplum,“ sagði þessi ónefndi einstaklingur. Skessuhorn telur vert að koma þessu á framfæri við sýslumenn, bjóða þyrfti upp á stimpla með lausum stimpilpúðum. En með þeim væri hægt að framkvæma kosningarnar hljóðlega, þannig að ekki sé hægt að átta sig á afstöðu kjósandans utan kjörklefa. Mörg mæðan Margvísleg mæðan er tengd komandi sveitarstjórnarkosninga. En Vísir hefur til dæmis greint frá því að ný kosningalög þýða að verulega hertar kröfur um hæfi þýðir að endurskipuleggja hefur þurft kjörstjórnir í stórum stíl, um land allt. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri Múlaþings segir stefna í vandræði víða um land og ekki síst í litlum samfélögum. „Þetta er víða snúið og maður sér það í litlum samfélagögum að þurrkast gömlu kjörstjórnirnar nánast út. Þessi hæfisregla. sem er ströng,“ segir Óðinn Gunnar og dregur ekki úr því að hún sé góð og gild. En menn eigi eftir að reka sig á.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira