Frístundabílinn fram og til baka Ásta Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 2. maí 2022 18:32 Í dag geta börn í Garðabæ tekið frístundabíl frá frístundaheimilum grunnskólanna í íþrótta- og tómstundastarf. Þetta einfaldar skipulag fyrir foreldra sem annars þyrftu að skutla börnum hingað og þangað um bæinn. Börnin komast þá á auðveldan og öruggan hátt í sínar tómstundir. Ekki er hægt að segja að þjónustan sé eins góð eftir að tómstundum líkur. Margir foreldrar keppast við að klára verkefnin í vinnunni til þess að geta rokið út og sótt börnin. Bílastæðin við frístundir og íþróttahúsin fyllast, hlaupandi börn og kallandi foreldrar. Nokkuð svipað og í réttum á haustin þegar ærnar jarma og kalla á lömbin sín, svona fyrir þau sem kjósa myndlíkingu. Bætum þjónustuna Hægt væri að þjónusta fjölskyldur betur með því að gera frístundabílinn skilvirkari. Hægt væri að keyra börnum aftur í skólann eftir æfingar og börnin gengið þaðan heim. Einnig væri hægt að fjölga stoppustöðvum þannig að börnin gætu farið úr bílnum nær heimili sínu. Þetta auðveldar ekki bara barnafjölskyldum lífið heldur myndi þessi lausn fækka bílferðum foreldra, minnka vesen og saman værum við að draga úr mengun sem kemur frá útblæstri bíla. Við í Viðreisn viljum að börn í Garðabæ komist örugg í íþróttir og tómstundir. Við viljum líka að þau komist aftur heim og við höfum raunverulegt val í þeim efnum Höfundur er verkefnastjóri og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í dag geta börn í Garðabæ tekið frístundabíl frá frístundaheimilum grunnskólanna í íþrótta- og tómstundastarf. Þetta einfaldar skipulag fyrir foreldra sem annars þyrftu að skutla börnum hingað og þangað um bæinn. Börnin komast þá á auðveldan og öruggan hátt í sínar tómstundir. Ekki er hægt að segja að þjónustan sé eins góð eftir að tómstundum líkur. Margir foreldrar keppast við að klára verkefnin í vinnunni til þess að geta rokið út og sótt börnin. Bílastæðin við frístundir og íþróttahúsin fyllast, hlaupandi börn og kallandi foreldrar. Nokkuð svipað og í réttum á haustin þegar ærnar jarma og kalla á lömbin sín, svona fyrir þau sem kjósa myndlíkingu. Bætum þjónustuna Hægt væri að þjónusta fjölskyldur betur með því að gera frístundabílinn skilvirkari. Hægt væri að keyra börnum aftur í skólann eftir æfingar og börnin gengið þaðan heim. Einnig væri hægt að fjölga stoppustöðvum þannig að börnin gætu farið úr bílnum nær heimili sínu. Þetta auðveldar ekki bara barnafjölskyldum lífið heldur myndi þessi lausn fækka bílferðum foreldra, minnka vesen og saman værum við að draga úr mengun sem kemur frá útblæstri bíla. Við í Viðreisn viljum að börn í Garðabæ komist örugg í íþróttir og tómstundir. Við viljum líka að þau komist aftur heim og við höfum raunverulegt val í þeim efnum Höfundur er verkefnastjóri og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar