Flugvöllurinn á förum og ráðherra í felum? Bergþór Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Bergþór Ólason Fréttir af flugi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun