Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2022 20:45 Nökkvi Þeyr var hetja KA í kvöld. Vísir/Vilhelm Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn